


Alþjóðleg góðgerðarsamtök með það að leiðarljósi að stuðla að ábyrgri stjórnun skóglendis
Eitt áhrifaríkasta og valdamesta vottunarferli umhverfisvænna merkja fyrir textíl í heiminum.

Verndun á umhverfis-
og endurnýtanlegum verkþáttum ásamt sjálfbærni í framleiðslu.


Leiðandi í gæðaprófunum og vottunum. Meta úrgang og lífniðurbrjótanleika vörunnar.
Vottun um gæði, öryggi og heilbrigði vöru.

Allar vörur EcoBoom hafa fengið vegan vottun.

SGS
SGS er skammstöfun á Société Générale de Surveillance. SGS er alþjóðlegt fyrirtæki sem er leiðandi í gæðaprófunum og vottunum á alls kyns vörum um allan heim. Tilgangur prófanna þeirra er að sýna fram á gæði vara hvað varðar úrgang. Í prófunarskýrslu SGS á gæðum bleyjanna brotna 70.1% af bleyjunni niður á 147 dögum. Telja þeir einnig að þau tæpu 30% sem eftir eru ættu að brotna niður að fullu, innan fimm ára.
Ok-biobased vottanir eru gefnar út af TUV - Austria. Með nýstárlegum hætti á sviði prófana, skoðana, sannprófana, mats, þjálfunar og vottunar stefnu TUV - Austria að því að sjá fyrir þróun markaðar. Vaxandi markaður er fyrir vöru sem styðjast við endurnýjanleg hráefni og byggir það helst á vitundarvakningu viðskiptavina hvað varðar umhverfismál. Það er af þeirri megin ástæðu sem TUV - Austria telur vera þörf á OK-biobased vottuninni, með vísan í sjálfstæða og hágæða tryggingu fyrir endurnýjanleika hráefna.
Ok-biobased
FSC
FSC stendur fyrir Forest stewardship Council sem eru alþjóðleg góðgerðarsamtök stofnuð árið 1993 með því að leiðarljósi að stuðla að ábyrgri stjórnun skóglendis í heiminum. Með því að styðjast við FSC vottunina má áætla að vana sem um ræðir komi frá aðilum sem eru umhverfislega, samfélagslega- og efnahagslega ábyrgir. FSC er einna helst notað á vörur unnar úr timbri en vottunin getur einnig átt við aðrar vörur, svo sem pappír og húsgögn yfir í lyf og skartgripi. Markmið vottunarinnar er meðal annars að viðskiptavinir geti séð að með því að versla vörur með FSC vottun séu þeir að styðja við ábyrga skógrækt í framleiðslu.
OEKE-TEX
OEKE-TEX var stofnað árið 1992 og má telja sem eitt áhrifaríkasta og valdamesta umhverfismerki textíl heimsins í dag. Átján sjálfstæðar rannsóknar og prófunarstofnanir á sviði textíl og leðurvistfræða í Evrópu og Japan standa á baki OEKI-TEX. Ef vara er merkt með "Standard 100" merkingu OEKO-TEX má ganga úr frá því að hver og einn hluti vörunnar, þráður, hnappur eða hvað annað, hefur staðist prófanir fyrir skaðlegum efnum og teljast skaðlaus heilsu manna.

